Hvernig er hægt að koma í veg fyrir túrverki

Ég tala nú ekki af reynslu hvað þetta mál varðar en langar að nefna þetta þar sem þetta hefur virkað hjá fjölda kvenna. Ég heyrði frásögn mjög farsæls Doktors í Kírópraktík í dag þar sem hann talaði um hvernig konur geta komið í veg fyrir túrverki án þess að taka verkjalyf eða önnur lyf. Það er nefnilega oftast þannig að konur taka verkjalyf við túrverkjum kannski 2-3 yfir daginn og það í jafnvel 3-4 daga. Ef konur gera það í hvert sinn sem þær fara á túr, frá kynþroska og fram á tvítugs aldurinn (segjum 10 ár) þá erum við að tala um 96-120 töflur sirka á ári eða um 1000 töflur af verkjalyfjum á 10 árum. Það er ekki bara mikill kostnaður sem fylgir því heldur líka getur þetta skemmt í konum nýrun (sama með karla ef tekið er of mikið magn verkjalyfja). Þessi Doktor sagði okkur frá því hvað hann hefur séð margar konur sleppa við túrverki með mjög einföldu ráði, en segir að það hafi þó ekki virkað fyrir allar konur en lang flestar. Því mundi það ekki skaða að prófa þetta. Hann segir sem sagt að 3-4 dögum áður en konur fara á túr eigi þær að sleppa öllum mat sem kemur frá dýrum, aðallega rauðu kjöti sem og öðru kjöti m.a. fisk og sniðganga allar mjólkurvörur. Í staðinn borða kornvörur (grains) ávexti og grænmeti í þessa 3-4 daga áður en blæðingar byrja. Þetta einfalda ráð hefur komið í veg fyrir túrverki hjá fjölda kvenna.

Ég er ekki að neyða neinn til að gera þetta heldur bara að reyna að miðla þessu ráði, en af frásögnum þá hefur þetta virkað fyrir margar konur. Margar voru svo hamingju samar næst þegar þær sáu hann að þær komu hlaupandi í átt að honum til að þakka fyrir. Ég vona að þetta virki fyrir þig ef þú prófar þetta. Mér þætti gaman að fá að heyra af þessu sjálfur ef ég þyrfti að díla við túrverki mánaðarlega en þar sem ég get ekki prófað þetta sjálfur og sagt ykkur hvort þetta virki eða ekki verð ég að deila þessu með ykkur. Ef einhver prófar þetta þá þætti mér gaman að heyra hvort þetta hafi virkað eða ekki, en alls engin skylda. Bara forvitni, það þarf engin að segja mér frá nema af þeirra eigin vilja. 

Engan mat sem kemur frá dýrum! Ekkert kjöt og engar mjólkurvörur 3-4 dögum áður. Í staðinn borða kornvörur, ávexti, grænmeti ásamt því að drekka nóg af vatni.

 Vona að þetta eigi eftir að hjálpa einhverjum konum.

Í tilefni að Martin L. King Jr. deginum í dag hér í USA er viðeigandi að hann eigi quote dagsins.

Life´s most persistent and urgent question is, "What are you doing for others?" - Martin Luther King Jr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband