Sykursýki

Sykursýki er efnaskipta sjúkdómur sem er að færast í aukana, sérstaklega hérna í Bandaríkjunum þar sem ég er búsettur (25.8 milljón manna eru með sykursýki í BNA), en einnig er aukning á Íslandi. Ég hef tekið eftir því þegar ég kem heim í frí, frá námi, að íslenskt þjóðfélag er að þróast í sömu átt og í Bandaríkjunum sem er slæmt. Við erum þó ekki nærri því eins illa stödd og þeir, en þó erum við að hraðri leið þangað. Það sem ég á við eru matarvenjur og aðrar félagslegar venjur.  

Hér í USA er mikið um svokallaða áunna eða insúlínÓháða sykursýki (Type 2 Diabetes Mellitus). Það þýðir að fólk hefur ‘‘áunnið“ sér þennan sjúkdóm með lífstíl sínum. Þar kemur inn óhollur matur, lítil sem engin hreyfing og lítill svefn sem hefur orsakað að einstaklingar eru í yfirvigt og eiga við offitu að stríða. Tek það þó fram að hægt er að fá Tegund 2 sykursýki án þess að eiga við þyngdarvandamál, en það er algengara að vera í yfirvigt. Þetta þýðir að líkaminn framleiðir insúlín en getur ekki nýtt sér insúlínið til fulls. Eins er hægt að fá svokallaða insúlínháða sykursýki (Type 1 Diabetes Mellitus) en það lýsir sér í því að brisið sem sér um framleiðslu insúlíns, framleiðir ekki nóg  insúlín (blóðglúkósi/sykur er einfaldleg alltof hár) eða viðtakar við boðum um að seyta insúlíni eru ónæmir.

Tegund 1 Diabetes Mellitus eða insúlínháð sykursýki er oftast greind í börnum eða unglingum þar sem líkaminn framleiðir ekki insúlín og þess vegna kölluð insúlínháð sykursýki.  Þessir einstaklingar eru háðir því að fá insúlíngjöf þar sem líkaminn getur ekki framleitt það sjálfur. Sem þýðir að án insúlíngjafar deyr einstaklingurinn. Það má eiginlega hugsa það sem svo að ef við ímyndum okkur að bílar gætu framleitt sitt eigið eldsneyti, sem við vitum jú að þeir gera ekki, en bílar eru “eldsneytis háðir“ svipað og við mannfólkið erum insúlínháð. Við þurfum insúlín til niðurbrots og efnaskipta til að fá orku (eldsneyti). Þú þarft að setja eldsneyti á bílinn svo hann gangi svipað og með insúlínháða sykursýki, þú þarft að gefa líkama þessara einstaklinga insúlín svo þeir geti lifað.

Insúlín er hormón sem er nauðsynlegt til að breyta sykrum, línsterkju og öðrum mat í orku sem er nauðsynleg fyrir daglegt líf. Þannig að það sem gerist er, að þegar einstaklingar með þessa tegund 1 sykursýki borða þá nær líkaminn ekki að breyta þessum sykrum í orku án insúlíns. Þess vegna þurfa þessir einstaklingar að sprauta sig með insúlíni, svipað og að setja eldsneyti á bílinn. Ég veit að stundum talar fólk um að það sé að setja eldsneyti á tankinn þegar það er að borða, en málið er að það er ekki nóg að borða matinn. Við þurfum að geta brotið hann niður í orku til að fá eldnseytið út úr því til að lifa.

Diabetes-Disease-Symptoms

 

Mannslíkaminn er mun flóknari heldur en bílar. Nú má vel vera að einhverjir bíla snillingar eins og bróðir minn gætu sagt eitthvað meira sem gerist þegar bíll fær eldsneyti og ég mun örugglega fá að heyra það ef hann nennir að lesa þetta sem ég tel afar litlar líkur á, svipað og ég mundi lítið nenna að lesa einhverja bílagrein eftir hann sem fjallaði um mismunandi gerðir af bremsuklossum. Það sem gerist ef líkaminn getur ekki notað insúlín til niðurbrots á sykrum er að sykurinn safnast saman í blóðinu og veldur skemmdum á líffærum, æðum og taugum. Enn þann dag í dag eru orsök tegundar sykursýkis 1 ekki vituð og ekki hægt að koma í veg fyrir það miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag. Vonandi verður það þó einhvern tímann hægt svo hægt sé að koma í veg fyrir að það myndist.

Tegund 2 Diabetes eða InsúlínÓháð Sykursýki er greind í fólk á öllum aldri aðallega fullorðnu fólki. Tegund 2 Diabetes framkallast þannig, að annað hvort hefur brisið ekki undan að framleiða insúlín fyrir þarfir líkamans til efnaskipta og niðurbrots eða frumur líkamans verðar ónæmar fyrir insúlíni og þar af leiðandi er líkaminn ekki fær um að nýta það insúlín sem hann hefur framleitt. Þannig að brisið verður ekki fært um að búa til nóg insúlín til að halda blóðglúkósanum/sykrinum í jafnvægi, þar af leiðandi hækkar magn glúkósa í blóði verulega. Fólk með insúlínóháða sykursýki á slæmu stigi getur því þurft að sprauta sig með insúlíni, þó nafnið segi insúlínÓháð. Hins vegar er það ákveðin kúnst að gera það. Algengustu aukaverkanir þess að taka inn insúlín er of lágur blóðglúkósi sem veldur því að fólk skelfur, svitnar, örvar hjartsláttinn og þokukennd sjón. Sumir fá þessa aukaverki aldrei og því er mikilvægt að mæla magn blóðglúkósans reglulega.

5 bestu af 10 Staðreyndum um Diabetes Mellitus teknar af World Health Organization who.com

1. Það er að koma í ljós heims faraldur af sykursýki sem getur verið rakin til aukinnar yfirþyngdar, offitu og líkamlegrar óvirkni.

2. Fjöldi látinn vegna sykursýki mun aukast um 50% á næstu 10 árum og helst mun það aukast í fjárhagslega stöðugum iðnaðarlöndum eða um 80%.

3. Tegund 2 í börnum sem áður fyrr var sjaldgæf, hefur aukist mikið í heiminum. Í sumum löndum eru börn helmingur ný greindra sjúklinga með sykursýki tegund 2.

4. Hægt er að koma í veg fyrir sykursýki. 30 mínútnur af miðlungs-erfiðri líkamshreyfingu 2-3svar í viku og heilsusamlegt matarræði getur minnkað líkurnar á að fá Type 2 sykursýki til muna.

5. Árið 2005 létust 1.1 milljón manna af völdum sykursýki. Það er þó ekki alveg rétt tala því fólk getur lifað með sykursýki í mörg ár en orsökin oft skráð sem hjartasjúkdómur eða nýrna bilun þó það sé í raun sykursýkin sem olli því.

 

Samkvæmt American Diabetes Association eru aðeins 5% sykursjúkra í dag með Type 1 eða Insúlínháða sykursýki. Það er í raun og veru ánægjulegt að það séu ekki fleiri börn og unglingar með þennan sjúkdóm. Aftur á móti er þetta hræðileg straðreynd. Þetta þýðir sem sagt að allt að 95% sykursjúkra eru með tegund 2 eða áunna sykursýki. Það er alltof há prósenta þar sem tegund 2 er sjúkdómur sem einstaklingar fá útaf að slæmum lifnaðarháttum, eitthvað sem fólk gæti forðast með betri og heilbrigðari lífsstíl. Í dag er staðan sú að 347 milljónir manna um heim allan eru með sykursýki. Það þýðir að tæplega 330 milljónir manna eru með tegund 2 sykursýki. 330 milljónir manna sem hefðu getað komið í veg fyrir sykursýki með því að hugsa betur um sig. Með áfram haldandi menningu og líferni fólks mun sykursýki vera sjöunda algengasta afleiðing dauðsfalla árið 2030.

Við ættum að setja okkur sjálf í forgang og huga að heilsu okkar. Það eru fáir sem segja þér að þú þurfir að gera eitthvað í þínum málum fyrr en það er líklegast of seint. Hins vegar er hægt að vinna bug á tegund 2 sykursýki en það ferli þarf að byrja sem fyrst. Það er sorglegt að um 330 milljónir manna séu með sykursýki út af lífsstíl sem rekja má til þess menningarsamfélags sem við höfum sjálf þróað.

 

„Every human being is the author of his own health or disease“ –Buddha


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband