Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Lífsstíll

Þessi pistill var skrifaður fyrir um mánuði síðan en nú þegar fréttir um komu 16 nýrra Dunkin Donuts og þriggja nýrra Denny´s staða til Íslands þá finnst mér við hæfi að birta þennan pistil til að við getum aðeins velt þessu fyrir okkur.

Árið 1980 innihélt dós af Coca Cola 9 teskeiðar af sykri. Í dag inniheldur þessi sama dós 13 teskeiðar af sykri. Sykur magn hefur ekki aðeins aukist í dós af Coca Cola heldur líka í öllum helstu matvörum sem við neytum. Í bókinni Healthy at 100 eftir John Robbins segir hann að meðal Ameríkani neyti 53 teskeiða af sykri á dag. Þér, lesandi góður, finnst það kannski ekki eiga við þig þar sem við erum Íslendingar en það er ástæða fyrir að offitu vandamál hefur aukist mikið á Íslandi síðustu ár líkt og í Ameríku.

Ef þú skoðar þær matvörur sem þú ert að versla þá bregður þér líklega við að sjá sykur bættan við hinar ýmsu matvörur sem þú kaupir dags daglega. Robbins sýnir til dæmis fram á það í bókinni sinni að í löndum þar sem heilu menningarflokkarnir af fólki lifa til næstum 100 ára í góðri heilsu og neyta aldrei sykurs. Hins vegar eru tölur hans vanmetnar, því “hvítar vörur” (brauð, hrísgrjón, pasta o.fl.) sýna ekki mikið af sykri á vörumerkingum , en þegar þessar “hvítu vörur” komast í nánd við meltingar ensím í munnvatninu eru þau brotin niður í einfaldar sykrur á nokkrum sekúndum. Það eykur því heildar sykur neyslu fólks.

Sykur er bæði ódýr og ávanabindandi, en það er í raun hin fullkomina samsetning fyrir matvöruframleiðendur. Það gerir það að verkum að sykri er bætt við í hinar ýmsu matvörur sem þú heldur jafnvel að innihaldi ekki sykur. En með sykur í matvörunni eru framleiðendur að auka líkurnar á því að þú kaupir vöruna þeirra aftur, því hún er jú bragðgóð og ódýr sem réttlætir kaupin enn frekar. Því miður þá ertu að neyta efnis sem er algengasti valdur af sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini.

Fyrir rannsóknir sínar tengdar sykri sagði nóbelsverðlauna hafinn Dr. Otto Warburg þetta: “Cancer, above all other disease, has countless secondary causes. But, even for cancer, there is only one prime cause. Summarized in a few words, the prime cause of cancer is the replacement of the respiration of oxygen in normal body cells by a fermentation of sugar.”

Skoðum aðeins þróunina á Íslandi undanfarin ár. Í skýrslunni “Líkamsþyngd og holdarfar fullorðinna Íslendinga frá árinu 1990 til 2007” sem hægt er að finna á vefsíðu Landlæknis kemur fram hver þróunin hefur verið. En þar segir:

“Niðurstöður sýna að líkamsþyngdarstuðull (LÞS) Íslendinga hefur hækkað undanfarna tvo áratugi og töluvert fleiri hafa háan LÞS nú en áður. Árið 1990 var hlutfall of feitra (e. obesity) karla 7,2% en hafði hækkað í 18,9% árið 2007 og hjá konum hækkaði hlutfallið úr 9,5% í 21,3% á  sama tíma”. Þetta sýnir okkur að einungis á þessum 17 árum jókst ekki bara hlutfallið heldur tvöfaldaðist það og aðeins betur. Það er svo langt í frá að vera eðlileg þróun á 17 árum. Svo vandarmálið er svo sannarlega til staðar á Íslandi.

            Jafn gaman og það er fyrir mig að geta sagt við Bandaríkjamenn að McDonalds hafi ekki staðið undir sér á Íslandi þá er samt sem áður áhyggjuefni hvað offita er vaxandi vandamál. Þessar fyrrnefndu tölur eru frá árinu 2007, en núna eru liðin 8 ár síðan. Ég er fullviss um að þessar prósentu tölur hafi ekki lækkað síðan þá. Það er því greinilega margt ábótavant með þann mat og þá matarþróun sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum áratugum og ekki mun það batna með komu Dunkin Donuts og Denny´s.

“Rannsóknir sýna að heilbrigðiskostnaður eykst með hækkandi líkamsþyngdar- stuðli þjóða (WHO, 2006). Í nýlegri íslenskri rannsókn kom í ljós að töluverð aukning hefur orðið á fjölda öryrkja þar sem offita hefur verið skráð sem ein af orsökum örorku á síðustu árum.” (Skýrsla Landlæknis).

Samkvæmt vef hagstofunnar voru algengustu dánar orsök á Íslandi árið 2009 sjúkdómar í blóðrásakerfi eða um 36%. Samkvæmt Petrella RJ, sem gerði rannsókn á hreyfingu eldra fólks með króníska sjúkdóma. Þeir krónísku sjúkdómar sem voru nefndir í því samhengi voru sjúkdómar í blóðrásakerfi eins og kransæðasjúkdómar og hjartabilun en einnig var nefnt sykursýki og slitgigt. Niðurstaðan var sú að sá sem æfði reglulega tókst betur að fyrirbyggja, hægja á og koma í veg fyrir króníska sjúkdóma.

Í nýrri rannsókn sem var birt í New England Journal of Medicine, kemur fram að börn í dag eru fyrsta kynslóðin í sögunni til að eiga styttri ævi en foreldrar þeirra. Þar kom fram að lífslíkur munu lækka um 5-20 ár hjá þeim sem eru of þungir. Það er vegna þess að offita veldur hjarta sjúkdómum, sykursýki og stress á alla starfsemi sem svo veldur krabbameini. Líkur á að barn muni eiga við offitu vandamál tvöfaldast ef móðir þeirra á við sama vandamál og það kemur ekki til vegna þess að það er í genunum.

Það er einnig mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að krabbamein kemur ekki bara eins og flensa. Þegar krabbamein er loks greint þá hefur það nú þegar verið að myndast yfir þó nokkurn tíma. Hvernig kemst flest fólk að því að það sé með hjartasjúkdóm? Þegar það fær hjartaáfall. Hvernig líður fólki 5 mínútum áður en það fær hjartaáfall? Því líður vel. Við getum ekki byggt heilsu okkur á hvernig okkur líður.

Öll höfum við um 100-10.000 krabbameinsfrumur í líkamanum. Til að koma í veg fyrir að krabbameinsfrumur dreifi sér þarf að viðhalda sterku ónæmiskerfi og ekki mata krabbameinsfrumurnar með þeirra uppáhalds fæðu, sykri. Oft er talað um að ef foreldrar þínir eða ömmur og afar hafa fengið hitt eða þetta krabbamein að krabbameinið sé í genunum þínum. Vissulega eru sum krabbamein í genunum en það fer mest megnis eftir umhverfinu (lífstílnum þínum) hvort þessar krabbameinsfrumur verði virkjaðar eða ekki. En hvað eiga fjölskyldur annað sameiginlegt en genin? Jú, lífstíllinn er líka mjög svipaður. En það vill oft gleymast þegar talað er um að krabbamein séu algeng í ættinni og séu í genunum þar sem í raun er það lífstíllinn sem virkjar krabbameinsfrumurnar með því sem við látum ofan í okkur.

Þó þetta sé ekki krabbameins tengt þá var ég að lesa þetta nýlega um Alzheimer. Aðeins 2% af sjúklingum með Alzheimer eru með sjúkdóminn frá arfgengri genebreytingu. Hinir eru með sérstakt gen sem virkjast útaf lifnaðarháttum. Það er að segja, þeir sjúklingar eru ýmist með sykursýki 2, blóðrásasjúkdóm í útlægum æðum og/eða æðakölkun sem virkjar genið.

            Það sem fer ofan í innkaupakörfuna þína er þitt val, það sem þú setur þér til munns er þitt val. Það er bæði ódýrara þegar upp er staðið og þú lifir betra lífi ef þú passar hvað þú borðar. Það er kannski dýrara að kaupa hollu matvörurnar og tekur meiri tíma að elda sjáfur, en ef þú lítur á það til framtíðar þá er það hagstæðara. Það kostar þig meira heilsulega og peningalega að þurfa að taka fullt af lyfjum, fara til læknis og vera inn á spítala.

            Það er mikilvægt að við förum að hætta að hugsa í lyfjum, aðgerðum og bráða meðferðum. Við erum á þeim tímapunkti núna að geta byrjað að breyta þessum venjum til framtíðar. Hugsum til framtíðar og byrjum að fyrirbyggja í stað þess að reyna að laga hlutina þegar skaðinn er skeður.

- "An ounce of prevention is worth a pound of cure"


Sælla er að gefa en þiggja

Nú þegar sjálfboðaferð minni til Dóminíska Lýðveldisins og Haítí er á enda komin þá langar mig að hnýta hana saman í örfá orð og deila með þér.

Þetta var mín þriðja sjálfboðaferð en upplifunin hefur verið öðruvísi en hinar tvær. Í fyrstu tveimur ferðunum fór ég aðeins til Dóminíska Lýðveldisins (DL) og hafði minn snobbaði botn ákveðnar skoðanir og kvartarnir um leið og ég steig út úr flugvélinni. Loftið var þungt og skítugt, rútan sem sótti okkur var skítug og á leiðinni á hótelið voru öll hús að mér fannst annað hvort hálfkláruð, yfirgefin eða við það að fara að hrynja. Svo þegar á hótelið var komið þá voru rúmin óþægileg, sturtan var köld og maturinn var spes og skrítinn á bragðið. Í bæði skiptin vorkenndi ég fólkinu í DL fyrir hvað það þarf að lifa við frá degi til dags og ég hugsaði oft hversu gott ég hefði það, ég er með mína eigin íbúð sem er í heilu lagi, súrefnið er hreint, maturinn er vel amerískur og á ég alltaf nóg af góðum mat, rúmið er þægilegt og sturtan er alltaf heit. En þetta tökum við sem sjálfsögðum hlut frá degi til dags.

Þessi ferð var hins vegar öðruvísi en það sem maður er vanur og það sem var öðruvísi var Haítí. Áður en ég fór af stað í þessa ferð hafði ég heyrt sögur um að á Haítí væri slæmt ástand. Ég hafði gert mér það upp í hausnum að ekki gæti það nú versnað frá DL, því þar fannst mér í mörgum aðstæðum botninum náð á mannsæmandi réttindinum. En annað kom nú á daginn. Það er erfitt að lýsa því sem maður sá og skilyrðin sem fólk býr við, en þau eru vægast sagt döpur. Í einu þorpinu sem við fórum í spiluðu strákarnir í hverfinu fótbolta á tánum og með bolta sem þeir höfðu búið til úr gúmmíteyjum og ullar spotta. Stelpurnar voru svo í skýjunum með eitt sippuband sem þeim var gefið. Eina lýsingin sem mér dettur í hug til að gefa þér mynd af hvernig hlutirnir eru er að ef hundurinn minn væri hýstur við þessi sömu skilyrði og fólk býr við á Haítí þá væri Dýraverndarnefnd líklegast búin að koma og taka hann frá okkur.

Eitt það skemmtilegasta við ferðina var að sjá hvernig krakkarnir brugðust við að sjá okkur þegar við komum með rútunni og byrjuðum að setja upp bekkina okkar. Krakkarnir eru farin að þekkja og vita hvaða hópur þetta er og hvað þessi samtök gera. En þessi sjálfboða samtök fara til Haítí fjórum sinnum á ári svo mörg hver börnin vita hvað við gerum sem Kírópraktorar. Þau hreinlega slást um að komast að til að leyfa okkur athuga með taugakerfið þeirra. Þau vita hvað það er mikilvægt að hafa taugakerfi sem er með 100% flæði milli heilans sem sendir skilaboð gegnum mænuna og til allra líffæra, vöðva og frumna líkamans. 

GOPR0608

Ég man vel að tilfinningin við að koma yfir til DL frá Haítí var eins og einhver hefði ýtt á takka til framtíðarinnar um 30 ár. Um leið og maður kemur yfir landamærin aftur til DL þá er allt eitthvað svo flott og hreint sem áður hafði verið svo glatað. Þegar ég svo kom á þetta sama hótel og við höfðum verið á nokkrum dögum áður leið manni eins og á fínasta Hilton hóteli. Allt í einu voru rúmin þægileg og allt var æðislegt.

Það er þó ekki fátæktin og slæmt lifnaðar ástand fólksins sem stendur eftir heldur er það gleðin, hamingjan, faðmlögin og öll fallegu brosin sem skilja eftir sig ógleymanlegar minningar. Það er ótrúlegt að hugsa út í það hvað maður vælir mikið alla daga yfir hinu og þessu og kvartar yfir minnstu hlutum. Fólkið á Haítí lifir við þessar aðstæður á hverjum degi og þó ég sé núna kominn aftur til Bandaríkjanna þá eru þau ennþá þarna og lifa enn við sömu skilyrði.

Ég fór í þessa sjálfboðaferð með það fyrir stafni að gefa af mér til fólksins og hjálpa þeim með því sem ég hafði fram að bjóða. Ég gerði það og lagði mig allan fram við það. Ég gaf af mér, en ég fékk svo miklu meira í tilbaka staðinn. Spenningurinn og áhuginn á að fylgjast með manni og hvað maður var að gera fyrir annað fólk og svo brosin, faðmlögin og þakklætið var eitthvað svo ótrúlega sérstakt. 

Ég er rosalega þakklátur og glaður fyrir alla þá sem hjálpuðu mér að komast í þetta ferðalag og gera það að veruleika. Ég fékk að vinna við ástríðu mína og að hjálpa öðrum. 

Doing what you like is freedom. Liking what you do is happiness.

 

Meðan ég var úti þá minnti þetta lag hans Steinda Jr. mig á krakkana á Haítí.

https://www.youtube.com/watch?v=ToXg7gE-vWI

 

Það sem mér fannst ég læra hvað mest af fólkinu á Haítí er að lífið er hamingja og gleði. Tökum einn dag í einu og verum þakklát fyrir fólkið í kringum okkur og  hvað við höfum það rosalega gott.

 

579135451777113910WHvRHtVc

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband