Tognun aftan í læri

Ég ætla aðeins að skrifa um grein sem birtist á fotbolti.net í dag. Hún er eftir sjúkraþjálfara sem ég hef heyrt mjög góða hluti af og vill ég vekja enn frekari athygli á því sem hann er að fjalla um og hvernig er hægt að forðast þessi meiðsli. Ef þú vilt lesa greinina þá er hún hér: http://fotbolti.net/news/17-02-2015/tognun-i-aftanverdu-laeri-eda-verkur-fra-baki . Í stuttu máli þá eru þetta helstu punktarnir.

"Alltof algengt er að íþróttamaður sem fær verk aftan í læri sé greindur með tognun í vöðva, svo kölluð tognun í Hamstrings vöðva. Það er því miður ekki alltaf rétt greining."

"Við einfalda skoðun kemur í ljós að verkurinn í lærinu er frá taugaertingu í baki."

"Ef meðferðin er hvíld, og einungis unnið með vöðvann þá kemur þetta upp aftur og aftur, því upptökin eru frá bakinu." 

"...bara alltaf að “togna aftan í læri”,stundum hægra megin og stundum vinstra megin. Ástæðan liggur ekki í vöðvunum, upptökin eru frá bakinu.

"Verkur í læri er oftar en ekki frá bakinu. T.d. vegna skekkju í mjaðmagrind sem við hlaup hindrar hreyfingu í mjaðmalið sem eykur álag á neðstu mjóbaksliði."

"Bólga í taugavef eða samgróninga í kringum taugavef sem hindrar eðlilega hreyfingu taugavefs. Útbungunar hryggþófa eða þrenginga að taugarótum í mjóhrygg. Styttingar í vöðvum framanvert í mjaðmagrind sem eykur fettu í mjóbaki sem eykur álag á taugavef niður í læri."

Ég "tognaði" sífellt aftan í læri frá 16-19 ára aldurs og var alltaf látinn hvíla. Það sem ég gerði þegar ég var 19 ára var að ég fór til Bergs Konráðssonar í Kírópraktorstöðinni á Sogavegi. Hann tók röntgen myndir af mér og þá kom það augljóslega í ljós. Mjaðmagrindin var mjög skökk og vegna þess hve skökk hún var hafði þróað með mér hryggskekkju (Scoliosis). Hann rétti mjaðmagrindina og mjóbaksliðina af. Síðan þá hef ég ekki tognað einu sinni aftan í læri! Farðu til Kírópraktors ef þetta er að angra þig. Kírópraktorar hafa eytt 5 árum í að sérhæfa sig í stoðkerfisvandamálum og hvernig á að rétta hrygginn og mjaðmagrindina af svo þú haldir ekki áfram að meiðast aftur og aftur. Svo er mikilvægast að viðhalda því þannig því ekki viltu meiðast aftur er það? 

"It´s easier to stay well than to get well"

63c967eb-30db-4c2a-8225-e33cbaef9a32_B640

  37b7576c22c31ec836aabbc65a896511

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband