Lífsstíll

Þessi pistill var skrifaður fyrir um mánuði síðan en nú þegar fréttir um komu 16 nýrra Dunkin Donuts og þriggja nýrra Denny´s staða til Íslands þá finnst mér við hæfi að birta þennan pistil til að við getum aðeins velt þessu fyrir okkur.

Árið 1980 innihélt dós af Coca Cola 9 teskeiðar af sykri. Í dag inniheldur þessi sama dós 13 teskeiðar af sykri. Sykur magn hefur ekki aðeins aukist í dós af Coca Cola heldur líka í öllum helstu matvörum sem við neytum. Í bókinni Healthy at 100 eftir John Robbins segir hann að meðal Ameríkani neyti 53 teskeiða af sykri á dag. Þér, lesandi góður, finnst það kannski ekki eiga við þig þar sem við erum Íslendingar en það er ástæða fyrir að offitu vandamál hefur aukist mikið á Íslandi síðustu ár líkt og í Ameríku.

Ef þú skoðar þær matvörur sem þú ert að versla þá bregður þér líklega við að sjá sykur bættan við hinar ýmsu matvörur sem þú kaupir dags daglega. Robbins sýnir til dæmis fram á það í bókinni sinni að í löndum þar sem heilu menningarflokkarnir af fólki lifa til næstum 100 ára í góðri heilsu og neyta aldrei sykurs. Hins vegar eru tölur hans vanmetnar, því “hvítar vörur” (brauð, hrísgrjón, pasta o.fl.) sýna ekki mikið af sykri á vörumerkingum , en þegar þessar “hvítu vörur” komast í nánd við meltingar ensím í munnvatninu eru þau brotin niður í einfaldar sykrur á nokkrum sekúndum. Það eykur því heildar sykur neyslu fólks.

Sykur er bæði ódýr og ávanabindandi, en það er í raun hin fullkomina samsetning fyrir matvöruframleiðendur. Það gerir það að verkum að sykri er bætt við í hinar ýmsu matvörur sem þú heldur jafnvel að innihaldi ekki sykur. En með sykur í matvörunni eru framleiðendur að auka líkurnar á því að þú kaupir vöruna þeirra aftur, því hún er jú bragðgóð og ódýr sem réttlætir kaupin enn frekar. Því miður þá ertu að neyta efnis sem er algengasti valdur af sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini.

Fyrir rannsóknir sínar tengdar sykri sagði nóbelsverðlauna hafinn Dr. Otto Warburg þetta: “Cancer, above all other disease, has countless secondary causes. But, even for cancer, there is only one prime cause. Summarized in a few words, the prime cause of cancer is the replacement of the respiration of oxygen in normal body cells by a fermentation of sugar.”

Skoðum aðeins þróunina á Íslandi undanfarin ár. Í skýrslunni “Líkamsþyngd og holdarfar fullorðinna Íslendinga frá árinu 1990 til 2007” sem hægt er að finna á vefsíðu Landlæknis kemur fram hver þróunin hefur verið. En þar segir:

“Niðurstöður sýna að líkamsþyngdarstuðull (LÞS) Íslendinga hefur hækkað undanfarna tvo áratugi og töluvert fleiri hafa háan LÞS nú en áður. Árið 1990 var hlutfall of feitra (e. obesity) karla 7,2% en hafði hækkað í 18,9% árið 2007 og hjá konum hækkaði hlutfallið úr 9,5% í 21,3% á  sama tíma”. Þetta sýnir okkur að einungis á þessum 17 árum jókst ekki bara hlutfallið heldur tvöfaldaðist það og aðeins betur. Það er svo langt í frá að vera eðlileg þróun á 17 árum. Svo vandarmálið er svo sannarlega til staðar á Íslandi.

            Jafn gaman og það er fyrir mig að geta sagt við Bandaríkjamenn að McDonalds hafi ekki staðið undir sér á Íslandi þá er samt sem áður áhyggjuefni hvað offita er vaxandi vandamál. Þessar fyrrnefndu tölur eru frá árinu 2007, en núna eru liðin 8 ár síðan. Ég er fullviss um að þessar prósentu tölur hafi ekki lækkað síðan þá. Það er því greinilega margt ábótavant með þann mat og þá matarþróun sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum áratugum og ekki mun það batna með komu Dunkin Donuts og Denny´s.

“Rannsóknir sýna að heilbrigðiskostnaður eykst með hækkandi líkamsþyngdar- stuðli þjóða (WHO, 2006). Í nýlegri íslenskri rannsókn kom í ljós að töluverð aukning hefur orðið á fjölda öryrkja þar sem offita hefur verið skráð sem ein af orsökum örorku á síðustu árum.” (Skýrsla Landlæknis).

Samkvæmt vef hagstofunnar voru algengustu dánar orsök á Íslandi árið 2009 sjúkdómar í blóðrásakerfi eða um 36%. Samkvæmt Petrella RJ, sem gerði rannsókn á hreyfingu eldra fólks með króníska sjúkdóma. Þeir krónísku sjúkdómar sem voru nefndir í því samhengi voru sjúkdómar í blóðrásakerfi eins og kransæðasjúkdómar og hjartabilun en einnig var nefnt sykursýki og slitgigt. Niðurstaðan var sú að sá sem æfði reglulega tókst betur að fyrirbyggja, hægja á og koma í veg fyrir króníska sjúkdóma.

Í nýrri rannsókn sem var birt í New England Journal of Medicine, kemur fram að börn í dag eru fyrsta kynslóðin í sögunni til að eiga styttri ævi en foreldrar þeirra. Þar kom fram að lífslíkur munu lækka um 5-20 ár hjá þeim sem eru of þungir. Það er vegna þess að offita veldur hjarta sjúkdómum, sykursýki og stress á alla starfsemi sem svo veldur krabbameini. Líkur á að barn muni eiga við offitu vandamál tvöfaldast ef móðir þeirra á við sama vandamál og það kemur ekki til vegna þess að það er í genunum.

Það er einnig mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að krabbamein kemur ekki bara eins og flensa. Þegar krabbamein er loks greint þá hefur það nú þegar verið að myndast yfir þó nokkurn tíma. Hvernig kemst flest fólk að því að það sé með hjartasjúkdóm? Þegar það fær hjartaáfall. Hvernig líður fólki 5 mínútum áður en það fær hjartaáfall? Því líður vel. Við getum ekki byggt heilsu okkur á hvernig okkur líður.

Öll höfum við um 100-10.000 krabbameinsfrumur í líkamanum. Til að koma í veg fyrir að krabbameinsfrumur dreifi sér þarf að viðhalda sterku ónæmiskerfi og ekki mata krabbameinsfrumurnar með þeirra uppáhalds fæðu, sykri. Oft er talað um að ef foreldrar þínir eða ömmur og afar hafa fengið hitt eða þetta krabbamein að krabbameinið sé í genunum þínum. Vissulega eru sum krabbamein í genunum en það fer mest megnis eftir umhverfinu (lífstílnum þínum) hvort þessar krabbameinsfrumur verði virkjaðar eða ekki. En hvað eiga fjölskyldur annað sameiginlegt en genin? Jú, lífstíllinn er líka mjög svipaður. En það vill oft gleymast þegar talað er um að krabbamein séu algeng í ættinni og séu í genunum þar sem í raun er það lífstíllinn sem virkjar krabbameinsfrumurnar með því sem við látum ofan í okkur.

Þó þetta sé ekki krabbameins tengt þá var ég að lesa þetta nýlega um Alzheimer. Aðeins 2% af sjúklingum með Alzheimer eru með sjúkdóminn frá arfgengri genebreytingu. Hinir eru með sérstakt gen sem virkjast útaf lifnaðarháttum. Það er að segja, þeir sjúklingar eru ýmist með sykursýki 2, blóðrásasjúkdóm í útlægum æðum og/eða æðakölkun sem virkjar genið.

            Það sem fer ofan í innkaupakörfuna þína er þitt val, það sem þú setur þér til munns er þitt val. Það er bæði ódýrara þegar upp er staðið og þú lifir betra lífi ef þú passar hvað þú borðar. Það er kannski dýrara að kaupa hollu matvörurnar og tekur meiri tíma að elda sjáfur, en ef þú lítur á það til framtíðar þá er það hagstæðara. Það kostar þig meira heilsulega og peningalega að þurfa að taka fullt af lyfjum, fara til læknis og vera inn á spítala.

            Það er mikilvægt að við förum að hætta að hugsa í lyfjum, aðgerðum og bráða meðferðum. Við erum á þeim tímapunkti núna að geta byrjað að breyta þessum venjum til framtíðar. Hugsum til framtíðar og byrjum að fyrirbyggja í stað þess að reyna að laga hlutina þegar skaðinn er skeður.

- "An ounce of prevention is worth a pound of cure"


Sælla er að gefa en þiggja

Nú þegar sjálfboðaferð minni til Dóminíska Lýðveldisins og Haítí er á enda komin þá langar mig að hnýta hana saman í örfá orð og deila með þér.

Þetta var mín þriðja sjálfboðaferð en upplifunin hefur verið öðruvísi en hinar tvær. Í fyrstu tveimur ferðunum fór ég aðeins til Dóminíska Lýðveldisins (DL) og hafði minn snobbaði botn ákveðnar skoðanir og kvartarnir um leið og ég steig út úr flugvélinni. Loftið var þungt og skítugt, rútan sem sótti okkur var skítug og á leiðinni á hótelið voru öll hús að mér fannst annað hvort hálfkláruð, yfirgefin eða við það að fara að hrynja. Svo þegar á hótelið var komið þá voru rúmin óþægileg, sturtan var köld og maturinn var spes og skrítinn á bragðið. Í bæði skiptin vorkenndi ég fólkinu í DL fyrir hvað það þarf að lifa við frá degi til dags og ég hugsaði oft hversu gott ég hefði það, ég er með mína eigin íbúð sem er í heilu lagi, súrefnið er hreint, maturinn er vel amerískur og á ég alltaf nóg af góðum mat, rúmið er þægilegt og sturtan er alltaf heit. En þetta tökum við sem sjálfsögðum hlut frá degi til dags.

Þessi ferð var hins vegar öðruvísi en það sem maður er vanur og það sem var öðruvísi var Haítí. Áður en ég fór af stað í þessa ferð hafði ég heyrt sögur um að á Haítí væri slæmt ástand. Ég hafði gert mér það upp í hausnum að ekki gæti það nú versnað frá DL, því þar fannst mér í mörgum aðstæðum botninum náð á mannsæmandi réttindinum. En annað kom nú á daginn. Það er erfitt að lýsa því sem maður sá og skilyrðin sem fólk býr við, en þau eru vægast sagt döpur. Í einu þorpinu sem við fórum í spiluðu strákarnir í hverfinu fótbolta á tánum og með bolta sem þeir höfðu búið til úr gúmmíteyjum og ullar spotta. Stelpurnar voru svo í skýjunum með eitt sippuband sem þeim var gefið. Eina lýsingin sem mér dettur í hug til að gefa þér mynd af hvernig hlutirnir eru er að ef hundurinn minn væri hýstur við þessi sömu skilyrði og fólk býr við á Haítí þá væri Dýraverndarnefnd líklegast búin að koma og taka hann frá okkur.

Eitt það skemmtilegasta við ferðina var að sjá hvernig krakkarnir brugðust við að sjá okkur þegar við komum með rútunni og byrjuðum að setja upp bekkina okkar. Krakkarnir eru farin að þekkja og vita hvaða hópur þetta er og hvað þessi samtök gera. En þessi sjálfboða samtök fara til Haítí fjórum sinnum á ári svo mörg hver börnin vita hvað við gerum sem Kírópraktorar. Þau hreinlega slást um að komast að til að leyfa okkur athuga með taugakerfið þeirra. Þau vita hvað það er mikilvægt að hafa taugakerfi sem er með 100% flæði milli heilans sem sendir skilaboð gegnum mænuna og til allra líffæra, vöðva og frumna líkamans. 

GOPR0608

Ég man vel að tilfinningin við að koma yfir til DL frá Haítí var eins og einhver hefði ýtt á takka til framtíðarinnar um 30 ár. Um leið og maður kemur yfir landamærin aftur til DL þá er allt eitthvað svo flott og hreint sem áður hafði verið svo glatað. Þegar ég svo kom á þetta sama hótel og við höfðum verið á nokkrum dögum áður leið manni eins og á fínasta Hilton hóteli. Allt í einu voru rúmin þægileg og allt var æðislegt.

Það er þó ekki fátæktin og slæmt lifnaðar ástand fólksins sem stendur eftir heldur er það gleðin, hamingjan, faðmlögin og öll fallegu brosin sem skilja eftir sig ógleymanlegar minningar. Það er ótrúlegt að hugsa út í það hvað maður vælir mikið alla daga yfir hinu og þessu og kvartar yfir minnstu hlutum. Fólkið á Haítí lifir við þessar aðstæður á hverjum degi og þó ég sé núna kominn aftur til Bandaríkjanna þá eru þau ennþá þarna og lifa enn við sömu skilyrði.

Ég fór í þessa sjálfboðaferð með það fyrir stafni að gefa af mér til fólksins og hjálpa þeim með því sem ég hafði fram að bjóða. Ég gerði það og lagði mig allan fram við það. Ég gaf af mér, en ég fékk svo miklu meira í tilbaka staðinn. Spenningurinn og áhuginn á að fylgjast með manni og hvað maður var að gera fyrir annað fólk og svo brosin, faðmlögin og þakklætið var eitthvað svo ótrúlega sérstakt. 

Ég er rosalega þakklátur og glaður fyrir alla þá sem hjálpuðu mér að komast í þetta ferðalag og gera það að veruleika. Ég fékk að vinna við ástríðu mína og að hjálpa öðrum. 

Doing what you like is freedom. Liking what you do is happiness.

 

Meðan ég var úti þá minnti þetta lag hans Steinda Jr. mig á krakkana á Haítí.

https://www.youtube.com/watch?v=ToXg7gE-vWI

 

Það sem mér fannst ég læra hvað mest af fólkinu á Haítí er að lífið er hamingja og gleði. Tökum einn dag í einu og verum þakklát fyrir fólkið í kringum okkur og  hvað við höfum það rosalega gott.

 

579135451777113910WHvRHtVc

 


Tognun aftan í læri

Ég ætla aðeins að skrifa um grein sem birtist á fotbolti.net í dag. Hún er eftir sjúkraþjálfara sem ég hef heyrt mjög góða hluti af og vill ég vekja enn frekari athygli á því sem hann er að fjalla um og hvernig er hægt að forðast þessi meiðsli. Ef þú vilt lesa greinina þá er hún hér: http://fotbolti.net/news/17-02-2015/tognun-i-aftanverdu-laeri-eda-verkur-fra-baki . Í stuttu máli þá eru þetta helstu punktarnir.

"Alltof algengt er að íþróttamaður sem fær verk aftan í læri sé greindur með tognun í vöðva, svo kölluð tognun í Hamstrings vöðva. Það er því miður ekki alltaf rétt greining."

"Við einfalda skoðun kemur í ljós að verkurinn í lærinu er frá taugaertingu í baki."

"Ef meðferðin er hvíld, og einungis unnið með vöðvann þá kemur þetta upp aftur og aftur, því upptökin eru frá bakinu." 

"...bara alltaf að “togna aftan í læri”,stundum hægra megin og stundum vinstra megin. Ástæðan liggur ekki í vöðvunum, upptökin eru frá bakinu.

"Verkur í læri er oftar en ekki frá bakinu. T.d. vegna skekkju í mjaðmagrind sem við hlaup hindrar hreyfingu í mjaðmalið sem eykur álag á neðstu mjóbaksliði."

"Bólga í taugavef eða samgróninga í kringum taugavef sem hindrar eðlilega hreyfingu taugavefs. Útbungunar hryggþófa eða þrenginga að taugarótum í mjóhrygg. Styttingar í vöðvum framanvert í mjaðmagrind sem eykur fettu í mjóbaki sem eykur álag á taugavef niður í læri."

Ég "tognaði" sífellt aftan í læri frá 16-19 ára aldurs og var alltaf látinn hvíla. Það sem ég gerði þegar ég var 19 ára var að ég fór til Bergs Konráðssonar í Kírópraktorstöðinni á Sogavegi. Hann tók röntgen myndir af mér og þá kom það augljóslega í ljós. Mjaðmagrindin var mjög skökk og vegna þess hve skökk hún var hafði þróað með mér hryggskekkju (Scoliosis). Hann rétti mjaðmagrindina og mjóbaksliðina af. Síðan þá hef ég ekki tognað einu sinni aftan í læri! Farðu til Kírópraktors ef þetta er að angra þig. Kírópraktorar hafa eytt 5 árum í að sérhæfa sig í stoðkerfisvandamálum og hvernig á að rétta hrygginn og mjaðmagrindina af svo þú haldir ekki áfram að meiðast aftur og aftur. Svo er mikilvægast að viðhalda því þannig því ekki viltu meiðast aftur er það? 

"It´s easier to stay well than to get well"

63c967eb-30db-4c2a-8225-e33cbaef9a32_B640

  37b7576c22c31ec836aabbc65a896511

 


Lítil skref

Mig langar til að segja örlítið frá einum af sjúklingunum mínum. Þó þetta sé frekar ómerkilegt þannig séð þá var þetta merkilegt skref fyrir hana og það er það sem gleður mig. 

Hún er 85 ára gömul og hefur núna verið á blóðþrýstingslyfjum og blóðþynningarlyfjum í nokkur ár. Þegar hún byrjaði að koma til mín tókum við alltaf blóðþrýsting á henni og eftir hvert skipti sem hún kom inn tókum við eftir því að tölurnar hennar voru alltaf að verða betri. Í desember sagði hún mér að hún hafi hægt og rólega byrjað að minnka magnið sem hún eigi að taka inn á hverjum degi því henni líði betur og hafi ekki fundið þörf á lyfjunum. 

Þegar ég svo hitti hana núna aftur eftir jólafrí þá segir hún mér frá því að hún hafi átt tíma hjá lækninum á meðan ég var í burtu og að hann hafi tekið hana af lyfjunum þar sem þau væru ekki þörf lengur og hann mæltist til þess að hvað sem hún væri að gera til að halda blóðþrýstingnum góðum að hún ætti að halda því áfram. Hún sagðist þá vera að sjá Kírópraktor kandídat. Læknirinn glotti og hló svo. 

Það sem ég gerði var að nota kírópraktík og setja niður nokkur heilsu markmið sem við erum að vinna í. Þetta með lyfin var ekki eitt af markmiðunum, en það er ánægjulegt að hún geti lifað heilsusamlegu lífi án þeirra. 

Kíróraktísk meðhöndlun er fyrir alla. Þegar taugakerfið vinnur án truflana eykst flæði á taugaboðum frá heilanum til líkamans. Taugaboðin koma skilaboðum frá stjórnstöðinni (heilanum) til líffæranna og frumna líkamans. Hvort heldur þú að t.d. lungun virki jafn vel eða verr ef það er truflun á taugaflæðinu út frá mænunni? Rétt hjá þér, þau virka verr. Svo ef þú tekur pressuna af tauginni við mænuna þá munu lungun virka betur. Þannig virkar þetta með allar taugar og taugaboð líkamans. Það er aldrei of snemmt að athuga með hryggjarsúluna þína. Því fyrr því betra. 

"Medicine is the study of disease and what causes man to die. Chiropractic is the study of health and what causes man to live" -Bj Palmer, DC

 


Hulin skikkjan

Segjum sem svo að dag einn ertu að keyra í vinnuna og allt í einu kemur upp ljós í mælaborðinu. Þú nærð þér þá í teip og teipar yfir ljósið. Ta da, málið leyst, eða hvað? Lagaðir þú það sem var raunverulega að? Nei.

Sem betur fer gengur bílinn enn, en nú kemur annað ljós í mælaborðið. Þú hugsar með þér að það þýði nú varla neitt þar sem bílinn kemst ennþá frá A til B, þó það taki aðeins lengri tíma núna þars sem bílinn er hægari af stað. Þannig að þú nærð í þetta líka góða teip sem virkaði fínt síðast og teipar yfir ljósið. Lagaðir þú það sem var raunverulega að? Nei.

Allt í einu, þegar þú ert á miðri Reykjanesbrautinni og orðin/nn of sein/nn í vinnuna hykstar bílinn (vantar ekki bensín) og þú skilur ekkert í því, en hann endar svo á að drepa á sér þarna á miðjum veginum fyrir öllum öðrum ökumönnum. Af hverju drap bílinn á sér? Kannski ljósin sem þú huldir yfir hafi verið merki um að eitthvað væri að?

Þetta eru smá atriði en það sem ég er að sýna fram á er að með tímanum mun þetta aldrei lagast af sjálfum sér. Ef við gerum aldrei neitt í þessu og því sem var að, þá mun koma að því að vandamálið mun magnast og enda á að vera of stórt til að gera eitthvað í.

Líkaminn okkar er hannaður til að að laga sjálfan sig (því líkaminn okkar er augljóslega betri en bílar) t.d. eins og þegar þú færð skurð á puttann. Þú gerir ekkert í því til að láta skurðinn gróa, líkaminn sér um það. En hvað gerum við oftast þegar verkir koma upp? Jú, við tökum verkjatöflur. Við erum vissulega verkjalaus núna í smá stund því verkjalyfin lokuðu á skilaboð taugakerfisins til heilans svo núna finnur þú ekki fyrir verkjunum. Ta da engir verkir, eða hvað? Lagaðir þú það sem var að? Nei. Veistu hvað olli verkjunum? Nei. Löguðu verkjalyfin það sem var að? Nei. Munu verkirnir núna aldrei koma aftur? Nei. Vandamálið er enn til staðar.

Málið er að það eina sem verkjalyfin gera er að hylja yfir vandamálið tímabundið, sama og teipið í mælaborðinu. Þetta eru bæði skammtímalausnir þar sem verkjalyfin virka eins og hulinskikkja. Við viljum ekki skammtímalausnir og verki alla daga. Verkir eru líkaminn þinn að segja þér að eitthvað er að. Það er ekkert venjulegt eða normal við það að vera alltaf með verki. Hlustaðu á það sem líkaminn er að segja þér, ekki hylja bara yfir það tímabundið.

Til að líkami þinn getið haldið áfram að vaxa og dafna skiptir rosalega miklu máli að taugakerfið sé 100% virkt. Því hvað er það sem stjórnar öllu í líkamanum? Rétt hjá þér, heilinn og taugakerfið. En hvernig kemur heilinn skilaboðum áleiðis til líffæra og vöðva? Jú, með því að senda taugaboð gegnum taugakerfið. Svo hvað gerist ef í hryggnum þínum er skekkja á hryggarliðunum sem þrýstir á taugina? Jú, flæði taugaboðanna snar minnkar á þann áfangastað sem sú taug fer. Þannig ef taugaboðin komast ekki til skila til ákveðins líffæris eða vöðva, þá verður hrörnun og afturför á því líffæri/vöðva og endurnýjun á frumum hægist. Svo það sem gerist með tímanum er að verkir fara að myndast og við þróumst í átt að sjúkdóm í stað heilsu.  

Segjum sem svo að það sé klippt á taugina þína sem fer til hjartans, hvað helduru að gerist? Jú, við munum ekki lifa það af. En hvað ef við klemmum taugina þannig að núna virkar hún 50%. Hvað gerist þá? Jú, hjartað virkar 50%. Viljum við líkamann okkar í 50% og viljum við endalaust hylja yfir litlu viðvörunarbjöllurnar (verkina)? Nei. Við viljum halda okkur í 100% og njóta lífsins.

Þess vegna er svo mikilvægt að vera með heila sem er 100% tengdur við það sem er að gerast í líkamanum gegnum taugakerfið. Líkaminn okkar er skapaður til að þróast, gróa og aðlagast umhverfinu. 

Hvort er betra að vinna að því að fyrirbyggja meiðsli eða vinna sig úr meiðslum hvað eftir annað?

Hvort er betra að eiga bíl sem virkar alltaf eða bíl sem er alltaf að bila? Hvort er ódýrara?

“Get knowledge of the spine, for this is the requisite for many diseases. Look well to the spine for the cause of disease“


Sykursýki

Sykursýki er efnaskipta sjúkdómur sem er að færast í aukana, sérstaklega hérna í Bandaríkjunum þar sem ég er búsettur (25.8 milljón manna eru með sykursýki í BNA), en einnig er aukning á Íslandi. Ég hef tekið eftir því þegar ég kem heim í frí, frá námi, að íslenskt þjóðfélag er að þróast í sömu átt og í Bandaríkjunum sem er slæmt. Við erum þó ekki nærri því eins illa stödd og þeir, en þó erum við að hraðri leið þangað. Það sem ég á við eru matarvenjur og aðrar félagslegar venjur.  

Hér í USA er mikið um svokallaða áunna eða insúlínÓháða sykursýki (Type 2 Diabetes Mellitus). Það þýðir að fólk hefur ‘‘áunnið“ sér þennan sjúkdóm með lífstíl sínum. Þar kemur inn óhollur matur, lítil sem engin hreyfing og lítill svefn sem hefur orsakað að einstaklingar eru í yfirvigt og eiga við offitu að stríða. Tek það þó fram að hægt er að fá Tegund 2 sykursýki án þess að eiga við þyngdarvandamál, en það er algengara að vera í yfirvigt. Þetta þýðir að líkaminn framleiðir insúlín en getur ekki nýtt sér insúlínið til fulls. Eins er hægt að fá svokallaða insúlínháða sykursýki (Type 1 Diabetes Mellitus) en það lýsir sér í því að brisið sem sér um framleiðslu insúlíns, framleiðir ekki nóg  insúlín (blóðglúkósi/sykur er einfaldleg alltof hár) eða viðtakar við boðum um að seyta insúlíni eru ónæmir.

Tegund 1 Diabetes Mellitus eða insúlínháð sykursýki er oftast greind í börnum eða unglingum þar sem líkaminn framleiðir ekki insúlín og þess vegna kölluð insúlínháð sykursýki.  Þessir einstaklingar eru háðir því að fá insúlíngjöf þar sem líkaminn getur ekki framleitt það sjálfur. Sem þýðir að án insúlíngjafar deyr einstaklingurinn. Það má eiginlega hugsa það sem svo að ef við ímyndum okkur að bílar gætu framleitt sitt eigið eldsneyti, sem við vitum jú að þeir gera ekki, en bílar eru “eldsneytis háðir“ svipað og við mannfólkið erum insúlínháð. Við þurfum insúlín til niðurbrots og efnaskipta til að fá orku (eldsneyti). Þú þarft að setja eldsneyti á bílinn svo hann gangi svipað og með insúlínháða sykursýki, þú þarft að gefa líkama þessara einstaklinga insúlín svo þeir geti lifað.

Insúlín er hormón sem er nauðsynlegt til að breyta sykrum, línsterkju og öðrum mat í orku sem er nauðsynleg fyrir daglegt líf. Þannig að það sem gerist er, að þegar einstaklingar með þessa tegund 1 sykursýki borða þá nær líkaminn ekki að breyta þessum sykrum í orku án insúlíns. Þess vegna þurfa þessir einstaklingar að sprauta sig með insúlíni, svipað og að setja eldsneyti á bílinn. Ég veit að stundum talar fólk um að það sé að setja eldsneyti á tankinn þegar það er að borða, en málið er að það er ekki nóg að borða matinn. Við þurfum að geta brotið hann niður í orku til að fá eldnseytið út úr því til að lifa.

Diabetes-Disease-Symptoms

 

Mannslíkaminn er mun flóknari heldur en bílar. Nú má vel vera að einhverjir bíla snillingar eins og bróðir minn gætu sagt eitthvað meira sem gerist þegar bíll fær eldsneyti og ég mun örugglega fá að heyra það ef hann nennir að lesa þetta sem ég tel afar litlar líkur á, svipað og ég mundi lítið nenna að lesa einhverja bílagrein eftir hann sem fjallaði um mismunandi gerðir af bremsuklossum. Það sem gerist ef líkaminn getur ekki notað insúlín til niðurbrots á sykrum er að sykurinn safnast saman í blóðinu og veldur skemmdum á líffærum, æðum og taugum. Enn þann dag í dag eru orsök tegundar sykursýkis 1 ekki vituð og ekki hægt að koma í veg fyrir það miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag. Vonandi verður það þó einhvern tímann hægt svo hægt sé að koma í veg fyrir að það myndist.

Tegund 2 Diabetes eða InsúlínÓháð Sykursýki er greind í fólk á öllum aldri aðallega fullorðnu fólki. Tegund 2 Diabetes framkallast þannig, að annað hvort hefur brisið ekki undan að framleiða insúlín fyrir þarfir líkamans til efnaskipta og niðurbrots eða frumur líkamans verðar ónæmar fyrir insúlíni og þar af leiðandi er líkaminn ekki fær um að nýta það insúlín sem hann hefur framleitt. Þannig að brisið verður ekki fært um að búa til nóg insúlín til að halda blóðglúkósanum/sykrinum í jafnvægi, þar af leiðandi hækkar magn glúkósa í blóði verulega. Fólk með insúlínóháða sykursýki á slæmu stigi getur því þurft að sprauta sig með insúlíni, þó nafnið segi insúlínÓháð. Hins vegar er það ákveðin kúnst að gera það. Algengustu aukaverkanir þess að taka inn insúlín er of lágur blóðglúkósi sem veldur því að fólk skelfur, svitnar, örvar hjartsláttinn og þokukennd sjón. Sumir fá þessa aukaverki aldrei og því er mikilvægt að mæla magn blóðglúkósans reglulega.

5 bestu af 10 Staðreyndum um Diabetes Mellitus teknar af World Health Organization who.com

1. Það er að koma í ljós heims faraldur af sykursýki sem getur verið rakin til aukinnar yfirþyngdar, offitu og líkamlegrar óvirkni.

2. Fjöldi látinn vegna sykursýki mun aukast um 50% á næstu 10 árum og helst mun það aukast í fjárhagslega stöðugum iðnaðarlöndum eða um 80%.

3. Tegund 2 í börnum sem áður fyrr var sjaldgæf, hefur aukist mikið í heiminum. Í sumum löndum eru börn helmingur ný greindra sjúklinga með sykursýki tegund 2.

4. Hægt er að koma í veg fyrir sykursýki. 30 mínútnur af miðlungs-erfiðri líkamshreyfingu 2-3svar í viku og heilsusamlegt matarræði getur minnkað líkurnar á að fá Type 2 sykursýki til muna.

5. Árið 2005 létust 1.1 milljón manna af völdum sykursýki. Það er þó ekki alveg rétt tala því fólk getur lifað með sykursýki í mörg ár en orsökin oft skráð sem hjartasjúkdómur eða nýrna bilun þó það sé í raun sykursýkin sem olli því.

 

Samkvæmt American Diabetes Association eru aðeins 5% sykursjúkra í dag með Type 1 eða Insúlínháða sykursýki. Það er í raun og veru ánægjulegt að það séu ekki fleiri börn og unglingar með þennan sjúkdóm. Aftur á móti er þetta hræðileg straðreynd. Þetta þýðir sem sagt að allt að 95% sykursjúkra eru með tegund 2 eða áunna sykursýki. Það er alltof há prósenta þar sem tegund 2 er sjúkdómur sem einstaklingar fá útaf að slæmum lifnaðarháttum, eitthvað sem fólk gæti forðast með betri og heilbrigðari lífsstíl. Í dag er staðan sú að 347 milljónir manna um heim allan eru með sykursýki. Það þýðir að tæplega 330 milljónir manna eru með tegund 2 sykursýki. 330 milljónir manna sem hefðu getað komið í veg fyrir sykursýki með því að hugsa betur um sig. Með áfram haldandi menningu og líferni fólks mun sykursýki vera sjöunda algengasta afleiðing dauðsfalla árið 2030.

Við ættum að setja okkur sjálf í forgang og huga að heilsu okkar. Það eru fáir sem segja þér að þú þurfir að gera eitthvað í þínum málum fyrr en það er líklegast of seint. Hins vegar er hægt að vinna bug á tegund 2 sykursýki en það ferli þarf að byrja sem fyrst. Það er sorglegt að um 330 milljónir manna séu með sykursýki út af lífsstíl sem rekja má til þess menningarsamfélags sem við höfum sjálf þróað.

 

„Every human being is the author of his own health or disease“ –Buddha


Hvernig er hægt að koma í veg fyrir túrverki

Ég tala nú ekki af reynslu hvað þetta mál varðar en langar að nefna þetta þar sem þetta hefur virkað hjá fjölda kvenna. Ég heyrði frásögn mjög farsæls Doktors í Kírópraktík í dag þar sem hann talaði um hvernig konur geta komið í veg fyrir túrverki án þess að taka verkjalyf eða önnur lyf. Það er nefnilega oftast þannig að konur taka verkjalyf við túrverkjum kannski 2-3 yfir daginn og það í jafnvel 3-4 daga. Ef konur gera það í hvert sinn sem þær fara á túr, frá kynþroska og fram á tvítugs aldurinn (segjum 10 ár) þá erum við að tala um 96-120 töflur sirka á ári eða um 1000 töflur af verkjalyfjum á 10 árum. Það er ekki bara mikill kostnaður sem fylgir því heldur líka getur þetta skemmt í konum nýrun (sama með karla ef tekið er of mikið magn verkjalyfja). Þessi Doktor sagði okkur frá því hvað hann hefur séð margar konur sleppa við túrverki með mjög einföldu ráði, en segir að það hafi þó ekki virkað fyrir allar konur en lang flestar. Því mundi það ekki skaða að prófa þetta. Hann segir sem sagt að 3-4 dögum áður en konur fara á túr eigi þær að sleppa öllum mat sem kemur frá dýrum, aðallega rauðu kjöti sem og öðru kjöti m.a. fisk og sniðganga allar mjólkurvörur. Í staðinn borða kornvörur (grains) ávexti og grænmeti í þessa 3-4 daga áður en blæðingar byrja. Þetta einfalda ráð hefur komið í veg fyrir túrverki hjá fjölda kvenna.

Ég er ekki að neyða neinn til að gera þetta heldur bara að reyna að miðla þessu ráði, en af frásögnum þá hefur þetta virkað fyrir margar konur. Margar voru svo hamingju samar næst þegar þær sáu hann að þær komu hlaupandi í átt að honum til að þakka fyrir. Ég vona að þetta virki fyrir þig ef þú prófar þetta. Mér þætti gaman að fá að heyra af þessu sjálfur ef ég þyrfti að díla við túrverki mánaðarlega en þar sem ég get ekki prófað þetta sjálfur og sagt ykkur hvort þetta virki eða ekki verð ég að deila þessu með ykkur. Ef einhver prófar þetta þá þætti mér gaman að heyra hvort þetta hafi virkað eða ekki, en alls engin skylda. Bara forvitni, það þarf engin að segja mér frá nema af þeirra eigin vilja. 

Engan mat sem kemur frá dýrum! Ekkert kjöt og engar mjólkurvörur 3-4 dögum áður. Í staðinn borða kornvörur, ávexti, grænmeti ásamt því að drekka nóg af vatni.

 Vona að þetta eigi eftir að hjálpa einhverjum konum.

Í tilefni að Martin L. King Jr. deginum í dag hér í USA er viðeigandi að hann eigi quote dagsins.

Life´s most persistent and urgent question is, "What are you doing for others?" - Martin Luther King Jr.

 


Lystarstol og afleiðingar þess

Anórexía. Viðkvæmt efni að tala um en að mínu mati nauðsynlegt. Mér hefur fundist ég verða meir og meir var við þennan sjúkdóm en áður var. Kannski er ástæðan fyrir því samt sú að núna veit ég hver þessi sjúkdómur er og hver einkenni hans eru. En aftur á móti eru samt staðalímyndir ungs fólks í dag þannig að þessi sjúkdómur virðist vera algengari en áður var. Það er greinilega hægt að taka eftir þessum sjúkdómi í íslensku samfélagi og mikilvægt fyrir fjölskyldur að kynna sér hann til að geta brugðist við. Þessi sjúkdómur er alls ekkert bráðatilfelli ef brugðist er við á réttum tímapunkti en eitthvað sem vert er að þekkja til.

Sjúkdómurinn heitir réttu nafni Anorexia Nervosa. Á íslensku er það kallað lystarstol og er algengari hjá konum heldur en körlum. Lystarstol einkennist af sjálfstýrðri sveltu af einstaklingnum þannig að hann léttist og óhóflega mikilli hreyfingu. Þar sem er hugsað um alla daga er að ná að fara í ræktina eða stunda einhvers konar afþreyingu til að þess að brenna kalóríum. Fólk með þennan sjúkdóm hugsar á hverjum degi hvað það ætlar að borða næst og hvenær næsta æfing í ræktinni er. Það passar sig á að borða reglulega en þó oft mjög lítið í einu. Algengt er líka að nota þá afsökun þegar það er matur eins og til dæmis kvöldmatur á heimilinu að vera nýbúin/nn að borða. Þá liggur ekki grunur fyrir því af hverju manneskjan borðaði lítið, hún var nýbúin að borða og ekki svöng. Í sumum tilfellum kastar einstaklingurinn upp af sektarkennd yfir því sem var verið að borða. Það getur svo orðið of mikið og þá kallast það orðið búlemía, en ég ætla ekki að fara út í það nánar núna.

Lystarstol byrjar oftast í litlum skrefum. Þá byrjar einstaklingurinn að stunda ræktina aðeins meira en vanalega og taka út sætindi svo sem gos,nammi og skyndibita. Þá byrjar þessi hugsun um að ákveða alltaf hvað skal borða næst og að ná æfingu á hverjum degi. Síðan er matur oft skorinn í littla bita eða borðað af litlum diskum til að blekkja sjálfan sig og geta sagt hafa borðað heilan disk af mat. Því næst þegar einstaklingur sér að talan á vigtinni fer að lækka smám saman þá eru hveiti og sykur tekin út úr mataræðinu. Á þeim tímapunkti eru einstaklingar oft búnir að kynna sér hitaeiningar og fara að horfa mikið á þá tölu og bera saman við hlaupabrettið, skíðavélina eða hjólið í ræktinni þar sem hægt er að sjá hversu mikið maður hefur náð að brenna. Þá er vigtin farin að lækka verulega en einhverja hluta vegna aldrei nóg að mati sjúklingsins. Þeim finnst þau alltaf þurfa að grennast meira og þar spila staðalímyndir mikið inn í. Þá verður spegillinn að versta óvini þar sem viðkomandi sér enn fitu hér og þar. Í allra verstu tilfellum getur þetta haft í för með sér svakalegar afleiðingar ef ekki er gripið inn í og jafnvel í að líkami manneskjunnar höndlar þetta ekki lengur og viðkomandi deyr.

Nú ætla ég að fókusera á stelpur þar sem þetta er mun algengara hjá þeim og skoða afleiðingar sem þetta hefur í för með sér. Það sem gerist er að líkaminn minnkar seytingu á  Gonadotropin Releasing Hormeone (GRH), Luteinizing Hormone (LH) og Follicle Stimulating Hormone (FSH) frá fremra heiladingli. Sem orsakast í Amenorrhea, sem þýðir að blæðingar verða óreglulegar eða hætta jafnvel. Það hefur svo í för með sér vanstarfsemi í skjaldkirtli, sem kemur fram í að einstaklingur verður veikburða, er oft kalt, hárið þornar og jafnvel hárlos. Það veldur svo einnig beinþynningu vegna lækkun á magni estrógens hormóns eða ójafnvægi í hormónakerfinu. Það sem er þó alvarlegast er að hjartsláttur verður óreglulegur sem er af völdum ónægs kalíums í blóðinu. Ef manneskju vantar kalíum, sem er nauðsynlegt fyrir hjartað að slá, getur það leitt til dauða. Það sem er svo oft blekkjandi hjá konum er að það eina sem ekki minnkar eru brjóstin. Fleiri einkenni eru svo svefnleysi, oft vegna stanslausra hugsana um hvað skal borða og æfa næsta dag, þunglyndi og almennur pirringur, einbeitingarskortur, eirðarleysi, lágt sjálfsmat ef þeim finnst þau ekki líta nógu vel út, fullkomnunar árátta, þráhyggja og önnur slags árátta við breytingum.

 

Lystarstol

Þetta eru mörg einkenni og alls ekki nauðsynlegt að einstaklingur sé með öll þessi einkenni til að vera með lystarstol. Þess vegna er þetta mjög lúmskur sjúkdómur og oft er erfitt að taka eftir þessum einkennum. Það er því mikilvægt að ef grunur leikur á að viðkomandi sé með lystarstol að fylgjast vel með viðkomandi og leita sér hjálpar ef þarf.

 

 

 

 

  

 

„Take care of your body. It‘s the only place you have to live.“ – Jim Rohn


Hausverkur um helgar...eða hvað?

Fyrsta bloggið mitt og vonandi af mörgum. Ég vonast til að lesendum finnist þetta fróðlegt og skilji eftir sig pælingar sem vert er að hugsa út í og jafnvel, lifa með. 

Hausverkir eru algengir meðal fólks og koma oft reglulega. Sumir mildari eru þessi týpísku þynnku hausverkir eftir að fólk hefur verið á djamminu, aðrir geta verið orsök óhollt mataræði, svengd, lítið ljós eða of mikið, hávaði, slæm melting, þungt loft, daglegt stress o.s.frv. Flestir notast við ýmis konar verkjalyf til að deyfa sársaukan frá hausverknum en þau hylja bara yfir hausverkinn. Það sem verkjalyf gera eru að blokka taugaskilaboð sem tilkynna um verk, annaðhvort frá sársaukastaðnum eða við stöðvarnar í heilanum. Sem í rauninni gera þá ekkert nema að "fela" hausverkinn fyrir okkur svo við finnum ekki fyrir því. Frekar sniðugt, en leysir engann vanda. Hausverkirnar halda jafnvel áfram að koma og áfram tekur fólk verkjalyf. Svipað og að keyra um á dekki sem þú veist að lekur alltaf úr. Þú heldur áfram að pumpa í það á nokkra daga fresti þegar það er orðið lint, en það virkar aðeins sem skammtímalausn. Dekkið verður alltaf lint aftur, svipað og þú færð alltaf hausverk aftur. 

Hausverkur getur orsakast af stífum vöðvum í hálsi eða öxlum, breytingum á blóðþrýstingi, magn vökva í heilanum (t.d. ein af ástæðum fyrir þynnku) og fleira. Hausverkir geta komið fyrir aftan augun, aftast í hausnum, á hliðunum eða ofan á hausnum. Það sem þeir hafa samt allir sameiginlegt er að þeir eru sársaukafullir. Þrír algengustu hausverkir sem fólk fær eru mígreni, stífleika hausverkir eða ójafnvægis í hálsliðum/vöðvum. Öðrum orðum eru hausverkir skilaboð líkamans um að eitthvað er að eða ekki eins og það á að vera. 

Í mannslíkamanum situr höfuðið á 7 hálsliðum sem halda honum uppi. Þeir vernda allar mikilvægustu taugar líkamans til að geta komið skilaboðum réttilega til skila og blóðflæði til heilans. Þessar taugar fara svo út úr mænunni og flytja skilaboð til og frá útlimum og líffærum til heilans sem svo túlkar þær upplýsingar og bregst við. Blóðflæði er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir heilan. Ef einhver af þessum 7 hálsliðum er í ójafnvægi hægir hann á taugaflæði eða blóðflæði til heilans og skerðir þar að leiðandi getu okkar til að vera 100%. Það má líkja því við að lenda í umferðar teppu þar sem umferðin sniglast hægt og róleg áfram. En svo leysist úr flækjunni og umferðin verður aftur eðlileg. Það sem hálsliður í ójafnvægi gerir er að mynda þessa "umferðarteppu" og skerðir þar getu heilans til að virka 100% þar sem skilaboðin, bílarnir í þessu tilviki, komast ekki áleiðis á áfangastað eða það er seinkun á skilaboðunum, í þessu tilviki að bíllinn kemst seint á leiðarenda).

subluxation_full

 

Ójafnvægi á hálsliðunum getur líka skapað stífa vöðva í hálsinum sem geta svo orðið krónískir ef ekkert er gert í og leitt til hausverks. Þá reynir líkaminn að laga það með því að breyta stöðu sinni sem getur orsakað annað vandamál. 

Hægt er að koma í veg fyrir hausverk og önnur vandamál með skammtímalausnum, s.s. verkjalyfjum. En viljum við skammtímalausnir í heilsu okkar? Ef svo er þá eru verkjalyf góður kostur en þau kosta sitt eins og margar aðrar lausnir. Ef hugsað er lausna til langs tíma og til betra lífs, þá er um að gera að leiðrétta það ójafnvægi sem er í hálsliðum sem eru líklegasti valdur hausverks. Þá er best að leita til sérfræðinga eins og Kírópraktora sem geta komið þessu í lag. Með Kírópraktískri meðhöndlun getur það minnkað og/eða komið í veg fyrir þráláta hausverki. Rannsóknir sýna að Kírópraktísk meðferð gegn hausverkjum og mígrenum virkar í 75% tilvika fyrir bæði karla og konur sem skamms- og lang tíma lausn. Það sem Kírópraktor gerir er að laga ójafnvægið í hálsliðunum með sérhæfðri hnykkingu sem opnar fyrir taugaflæðið, róar og slakar á vöðvunum og eykur blóðflæði til heilans.

Ég hef af eigin reynslu fengið hnykkingu á hálsliðum þegar ég var með hausverk. Það liðu 5 mínútur eftir hnykkingu þangað til hausverkurinn var farinn. Ég tók engin verkjalyf heldur fór til Kírópraktors og var það magnað að finna það af eigin reynslu hvað hnykking getur verið bæði skemmri lausn heldur en verkjalyf og mun áhrifa meiri þegar til lengri tíma er litið. Þetta gerðist fyrir 2 mánuðum og hef ég ekki fengið hausverk síðan. En aðalatriðið er líka að láta athuga hryggjarliðina hjá sérfræðingum til að koma í veg fyrir verki. Verkir í llíkamanum, sama hvar þeir eru eru alltaf skilaboð um að eitthvað sé að. Við þurfum að hlusta á líkamann okkar. Hann er um mun gáfaðri en við höldum. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband