Lítil skref

Mig langar til að segja örlítið frá einum af sjúklingunum mínum. Þó þetta sé frekar ómerkilegt þannig séð þá var þetta merkilegt skref fyrir hana og það er það sem gleður mig. 

Hún er 85 ára gömul og hefur núna verið á blóðþrýstingslyfjum og blóðþynningarlyfjum í nokkur ár. Þegar hún byrjaði að koma til mín tókum við alltaf blóðþrýsting á henni og eftir hvert skipti sem hún kom inn tókum við eftir því að tölurnar hennar voru alltaf að verða betri. Í desember sagði hún mér að hún hafi hægt og rólega byrjað að minnka magnið sem hún eigi að taka inn á hverjum degi því henni líði betur og hafi ekki fundið þörf á lyfjunum. 

Þegar ég svo hitti hana núna aftur eftir jólafrí þá segir hún mér frá því að hún hafi átt tíma hjá lækninum á meðan ég var í burtu og að hann hafi tekið hana af lyfjunum þar sem þau væru ekki þörf lengur og hann mæltist til þess að hvað sem hún væri að gera til að halda blóðþrýstingnum góðum að hún ætti að halda því áfram. Hún sagðist þá vera að sjá Kírópraktor kandídat. Læknirinn glotti og hló svo. 

Það sem ég gerði var að nota kírópraktík og setja niður nokkur heilsu markmið sem við erum að vinna í. Þetta með lyfin var ekki eitt af markmiðunum, en það er ánægjulegt að hún geti lifað heilsusamlegu lífi án þeirra. 

Kíróraktísk meðhöndlun er fyrir alla. Þegar taugakerfið vinnur án truflana eykst flæði á taugaboðum frá heilanum til líkamans. Taugaboðin koma skilaboðum frá stjórnstöðinni (heilanum) til líffæranna og frumna líkamans. Hvort heldur þú að t.d. lungun virki jafn vel eða verr ef það er truflun á taugaflæðinu út frá mænunni? Rétt hjá þér, þau virka verr. Svo ef þú tekur pressuna af tauginni við mænuna þá munu lungun virka betur. Þannig virkar þetta með allar taugar og taugaboð líkamans. Það er aldrei of snemmt að athuga með hryggjarsúluna þína. Því fyrr því betra. 

"Medicine is the study of disease and what causes man to die. Chiropractic is the study of health and what causes man to live" -Bj Palmer, DC

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband