Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Tognun aftan í læri

Ég ætla aðeins að skrifa um grein sem birtist á fotbolti.net í dag. Hún er eftir sjúkraþjálfara sem ég hef heyrt mjög góða hluti af og vill ég vekja enn frekari athygli á því sem hann er að fjalla um og hvernig er hægt að forðast þessi meiðsli. Ef þú vilt lesa greinina þá er hún hér: http://fotbolti.net/news/17-02-2015/tognun-i-aftanverdu-laeri-eda-verkur-fra-baki . Í stuttu máli þá eru þetta helstu punktarnir.

"Alltof algengt er að íþróttamaður sem fær verk aftan í læri sé greindur með tognun í vöðva, svo kölluð tognun í Hamstrings vöðva. Það er því miður ekki alltaf rétt greining."

"Við einfalda skoðun kemur í ljós að verkurinn í lærinu er frá taugaertingu í baki."

"Ef meðferðin er hvíld, og einungis unnið með vöðvann þá kemur þetta upp aftur og aftur, því upptökin eru frá bakinu." 

"...bara alltaf að “togna aftan í læri”,stundum hægra megin og stundum vinstra megin. Ástæðan liggur ekki í vöðvunum, upptökin eru frá bakinu.

"Verkur í læri er oftar en ekki frá bakinu. T.d. vegna skekkju í mjaðmagrind sem við hlaup hindrar hreyfingu í mjaðmalið sem eykur álag á neðstu mjóbaksliði."

"Bólga í taugavef eða samgróninga í kringum taugavef sem hindrar eðlilega hreyfingu taugavefs. Útbungunar hryggþófa eða þrenginga að taugarótum í mjóhrygg. Styttingar í vöðvum framanvert í mjaðmagrind sem eykur fettu í mjóbaki sem eykur álag á taugavef niður í læri."

Ég "tognaði" sífellt aftan í læri frá 16-19 ára aldurs og var alltaf látinn hvíla. Það sem ég gerði þegar ég var 19 ára var að ég fór til Bergs Konráðssonar í Kírópraktorstöðinni á Sogavegi. Hann tók röntgen myndir af mér og þá kom það augljóslega í ljós. Mjaðmagrindin var mjög skökk og vegna þess hve skökk hún var hafði þróað með mér hryggskekkju (Scoliosis). Hann rétti mjaðmagrindina og mjóbaksliðina af. Síðan þá hef ég ekki tognað einu sinni aftan í læri! Farðu til Kírópraktors ef þetta er að angra þig. Kírópraktorar hafa eytt 5 árum í að sérhæfa sig í stoðkerfisvandamálum og hvernig á að rétta hrygginn og mjaðmagrindina af svo þú haldir ekki áfram að meiðast aftur og aftur. Svo er mikilvægast að viðhalda því þannig því ekki viltu meiðast aftur er það? 

"It´s easier to stay well than to get well"

63c967eb-30db-4c2a-8225-e33cbaef9a32_B640

  37b7576c22c31ec836aabbc65a896511

 


Lítil skref

Mig langar til að segja örlítið frá einum af sjúklingunum mínum. Þó þetta sé frekar ómerkilegt þannig séð þá var þetta merkilegt skref fyrir hana og það er það sem gleður mig. 

Hún er 85 ára gömul og hefur núna verið á blóðþrýstingslyfjum og blóðþynningarlyfjum í nokkur ár. Þegar hún byrjaði að koma til mín tókum við alltaf blóðþrýsting á henni og eftir hvert skipti sem hún kom inn tókum við eftir því að tölurnar hennar voru alltaf að verða betri. Í desember sagði hún mér að hún hafi hægt og rólega byrjað að minnka magnið sem hún eigi að taka inn á hverjum degi því henni líði betur og hafi ekki fundið þörf á lyfjunum. 

Þegar ég svo hitti hana núna aftur eftir jólafrí þá segir hún mér frá því að hún hafi átt tíma hjá lækninum á meðan ég var í burtu og að hann hafi tekið hana af lyfjunum þar sem þau væru ekki þörf lengur og hann mæltist til þess að hvað sem hún væri að gera til að halda blóðþrýstingnum góðum að hún ætti að halda því áfram. Hún sagðist þá vera að sjá Kírópraktor kandídat. Læknirinn glotti og hló svo. 

Það sem ég gerði var að nota kírópraktík og setja niður nokkur heilsu markmið sem við erum að vinna í. Þetta með lyfin var ekki eitt af markmiðunum, en það er ánægjulegt að hún geti lifað heilsusamlegu lífi án þeirra. 

Kíróraktísk meðhöndlun er fyrir alla. Þegar taugakerfið vinnur án truflana eykst flæði á taugaboðum frá heilanum til líkamans. Taugaboðin koma skilaboðum frá stjórnstöðinni (heilanum) til líffæranna og frumna líkamans. Hvort heldur þú að t.d. lungun virki jafn vel eða verr ef það er truflun á taugaflæðinu út frá mænunni? Rétt hjá þér, þau virka verr. Svo ef þú tekur pressuna af tauginni við mænuna þá munu lungun virka betur. Þannig virkar þetta með allar taugar og taugaboð líkamans. Það er aldrei of snemmt að athuga með hryggjarsúluna þína. Því fyrr því betra. 

"Medicine is the study of disease and what causes man to die. Chiropractic is the study of health and what causes man to live" -Bj Palmer, DC

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband