Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Hulin skikkjan

Segjum sem svo að dag einn ertu að keyra í vinnuna og allt í einu kemur upp ljós í mælaborðinu. Þú nærð þér þá í teip og teipar yfir ljósið. Ta da, málið leyst, eða hvað? Lagaðir þú það sem var raunverulega að? Nei.

Sem betur fer gengur bílinn enn, en nú kemur annað ljós í mælaborðið. Þú hugsar með þér að það þýði nú varla neitt þar sem bílinn kemst ennþá frá A til B, þó það taki aðeins lengri tíma núna þars sem bílinn er hægari af stað. Þannig að þú nærð í þetta líka góða teip sem virkaði fínt síðast og teipar yfir ljósið. Lagaðir þú það sem var raunverulega að? Nei.

Allt í einu, þegar þú ert á miðri Reykjanesbrautinni og orðin/nn of sein/nn í vinnuna hykstar bílinn (vantar ekki bensín) og þú skilur ekkert í því, en hann endar svo á að drepa á sér þarna á miðjum veginum fyrir öllum öðrum ökumönnum. Af hverju drap bílinn á sér? Kannski ljósin sem þú huldir yfir hafi verið merki um að eitthvað væri að?

Þetta eru smá atriði en það sem ég er að sýna fram á er að með tímanum mun þetta aldrei lagast af sjálfum sér. Ef við gerum aldrei neitt í þessu og því sem var að, þá mun koma að því að vandamálið mun magnast og enda á að vera of stórt til að gera eitthvað í.

Líkaminn okkar er hannaður til að að laga sjálfan sig (því líkaminn okkar er augljóslega betri en bílar) t.d. eins og þegar þú færð skurð á puttann. Þú gerir ekkert í því til að láta skurðinn gróa, líkaminn sér um það. En hvað gerum við oftast þegar verkir koma upp? Jú, við tökum verkjatöflur. Við erum vissulega verkjalaus núna í smá stund því verkjalyfin lokuðu á skilaboð taugakerfisins til heilans svo núna finnur þú ekki fyrir verkjunum. Ta da engir verkir, eða hvað? Lagaðir þú það sem var að? Nei. Veistu hvað olli verkjunum? Nei. Löguðu verkjalyfin það sem var að? Nei. Munu verkirnir núna aldrei koma aftur? Nei. Vandamálið er enn til staðar.

Málið er að það eina sem verkjalyfin gera er að hylja yfir vandamálið tímabundið, sama og teipið í mælaborðinu. Þetta eru bæði skammtímalausnir þar sem verkjalyfin virka eins og hulinskikkja. Við viljum ekki skammtímalausnir og verki alla daga. Verkir eru líkaminn þinn að segja þér að eitthvað er að. Það er ekkert venjulegt eða normal við það að vera alltaf með verki. Hlustaðu á það sem líkaminn er að segja þér, ekki hylja bara yfir það tímabundið.

Til að líkami þinn getið haldið áfram að vaxa og dafna skiptir rosalega miklu máli að taugakerfið sé 100% virkt. Því hvað er það sem stjórnar öllu í líkamanum? Rétt hjá þér, heilinn og taugakerfið. En hvernig kemur heilinn skilaboðum áleiðis til líffæra og vöðva? Jú, með því að senda taugaboð gegnum taugakerfið. Svo hvað gerist ef í hryggnum þínum er skekkja á hryggarliðunum sem þrýstir á taugina? Jú, flæði taugaboðanna snar minnkar á þann áfangastað sem sú taug fer. Þannig ef taugaboðin komast ekki til skila til ákveðins líffæris eða vöðva, þá verður hrörnun og afturför á því líffæri/vöðva og endurnýjun á frumum hægist. Svo það sem gerist með tímanum er að verkir fara að myndast og við þróumst í átt að sjúkdóm í stað heilsu.  

Segjum sem svo að það sé klippt á taugina þína sem fer til hjartans, hvað helduru að gerist? Jú, við munum ekki lifa það af. En hvað ef við klemmum taugina þannig að núna virkar hún 50%. Hvað gerist þá? Jú, hjartað virkar 50%. Viljum við líkamann okkar í 50% og viljum við endalaust hylja yfir litlu viðvörunarbjöllurnar (verkina)? Nei. Við viljum halda okkur í 100% og njóta lífsins.

Þess vegna er svo mikilvægt að vera með heila sem er 100% tengdur við það sem er að gerast í líkamanum gegnum taugakerfið. Líkaminn okkar er skapaður til að þróast, gróa og aðlagast umhverfinu. 

Hvort er betra að vinna að því að fyrirbyggja meiðsli eða vinna sig úr meiðslum hvað eftir annað?

Hvort er betra að eiga bíl sem virkar alltaf eða bíl sem er alltaf að bila? Hvort er ódýrara?

“Get knowledge of the spine, for this is the requisite for many diseases. Look well to the spine for the cause of disease“


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband