Tognun aftan í lćri
17.2.2015 | 21:34
Ég ćtla ađeins ađ skrifa um grein sem birtist á fotbolti.net í dag. Hún er eftir sjúkraţjálfara sem ég hef heyrt mjög góđa hluti af og vill ég vekja enn frekari athygli á ţví sem hann er ađ fjalla um og hvernig er hćgt ađ forđast ţessi meiđsli. Ef ţú vilt lesa greinina ţá er hún hér: http://fotbolti.net/news/17-02-2015/tognun-i-aftanverdu-laeri-eda-verkur-fra-baki . Í stuttu máli ţá eru ţetta helstu punktarnir.
"Alltof algengt er ađ íţróttamađur sem fćr verk aftan í lćri sé greindur međ tognun í vöđva, svo kölluđ tognun í Hamstrings vöđva. Ţađ er ţví miđur ekki alltaf rétt greining."
"Viđ einfalda skođun kemur í ljós ađ verkurinn í lćrinu er frá taugaertingu í baki."
"Ef međferđin er hvíld, og einungis unniđ međ vöđvann ţá kemur ţetta upp aftur og aftur, ţví upptökin eru frá bakinu."
"...bara alltaf ađ togna aftan í lćri,stundum hćgra megin og stundum vinstra megin. Ástćđan liggur ekki í vöđvunum, upptökin eru frá bakinu."
"Verkur í lćri er oftar en ekki frá bakinu. T.d. vegna skekkju í mjađmagrind sem viđ hlaup hindrar hreyfingu í mjađmaliđ sem eykur álag á neđstu mjóbaksliđi."
"Bólga í taugavef eđa samgróninga í kringum taugavef sem hindrar eđlilega hreyfingu taugavefs. Útbungunar hryggţófa eđa ţrenginga ađ taugarótum í mjóhrygg. Styttingar í vöđvum framanvert í mjađmagrind sem eykur fettu í mjóbaki sem eykur álag á taugavef niđur í lćri."
Ég "tognađi" sífellt aftan í lćri frá 16-19 ára aldurs og var alltaf látinn hvíla. Ţađ sem ég gerđi ţegar ég var 19 ára var ađ ég fór til Bergs Konráđssonar í Kírópraktorstöđinni á Sogavegi. Hann tók röntgen myndir af mér og ţá kom ţađ augljóslega í ljós. Mjađmagrindin var mjög skökk og vegna ţess hve skökk hún var hafđi ţróađ međ mér hryggskekkju (Scoliosis). Hann rétti mjađmagrindina og mjóbaksliđina af. Síđan ţá hef ég ekki tognađ einu sinni aftan í lćri! Farđu til Kírópraktors ef ţetta er ađ angra ţig. Kírópraktorar hafa eytt 5 árum í ađ sérhćfa sig í stođkerfisvandamálum og hvernig á ađ rétta hrygginn og mjađmagrindina af svo ţú haldir ekki áfram ađ meiđast aftur og aftur. Svo er mikilvćgast ađ viđhalda ţví ţannig ţví ekki viltu meiđast aftur er ţađ?
"It´s easier to stay well than to get well"
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.